Summon


Hér er listi yfir ÖLL summon-in í Final Fantasy VII ásamt myndum af þeim, hvar þau er að finna og lýsingu. Hér skal tekið fram áður að það er sama hvað Summon-ið er vel á sig komið í AP málum, það er alltaf selt á 1 gil. Einnig að ef Summon er í Level 1 er hægt að nota það einu sinni í bardaga, ef það er í Level 2 er hægt að nota það tvisvar í bardaga o.s.frv. , það fer alltaf eftir Level-inu hvað hægt er að nota það oft. Í "Level Up" er ekki meint hvað hann þarf mikið upp í næsta level heldur er talað um heildar-AP-ið. En nú er komið að Summon-unum.


Choco/Mog

Hvernig á að fá summon-ið: Í Chocobo Ranch á Disc 1 áttu að tala við Chocobo sem er úti og svara tvisvar "Wark!"
Hvað gerir það: "Deathblow!!" ("Fat Chocobo") Chocobo með Moogle á bakinu hleypur á óvininn, gerir non-elemental skaða og getur gert Stop á óvininn. Líkurnar eru 1/16 að "Fat Chocobo" komi í stað "Deathblow!!" og geri aðeins meira damage. MP 14
Breytir karakter: Magic +1, HP -2%, MP +2%
Level up: Lv2 2.000 AP, Lv3 14.000 AP, Lv4 25.000 AP, MASTER 35.000 AP
Saga þess: Chocobo og Moogle hafa verið í nánast öllum Final Fantasy leikjum og eru vörumerki Square-Enix.
Einkunn: 3/10


Shiva

Hvernig á að fá summon-ið: Í Junon eftir að þú bjargar Priscillu
Hvað gerir það: Diamond Dust, ísárás. MP 32
Breytir karakter: Magic +1, HP -2%, MP +2%
Level up: Lv2 4.000 AP, Lv3 15.000 AP, Lv4 30.000 AP, MASTER 50.000 AP
Saga þess: Í indverskri trú var Shiva karlkyns guð með margar hendur og marga hausa. Shiva var kölluð/kallaður "The Destroyer" og átti mörg öflug vopn. En í goðafræðinni var Shiva með miklu fleiri hæfileika en ísárásir. Margt er enn óvitað um Shivu en það er öruggt að hinn karlkyns Shiva getur breytt sér í kvenkyns form.
Einkunn:3/10


Ifrit

Hvernig á að fá summon-ið: Þegar þú vinnur Jenova-BIRTH á skipinu frá Junon til Costa Del Sol
Hvað gerir það: Hellfire, eldárás frá helvíti. MP 34
Breytir karakter: Magic +1, HP -2%, MP +2%
Level up: Lv2 5.000 AP, Lv3 20.000 AP, Lv4 35.000 AP, MASTER 60.000 AP
Saga þess: Upphaflega skrifað "Efreet". Efreet-ar eru elddjöflar sem lifa á eldauðn nálægt borginni Brass. Á arabísku þýðir Ifrit=djöfullinn.
Einkunn:3/10


Ramuh

Hvernig á að fá summon-ið: Liggur á biðstofunni hjá Chocobo Jockey
Hvað gerir það: Judgement Bolt, þrumuárás. MP 40
Breytir karakter: Magic +1, HP -2%, MP +2%
Level up: Lv2 10.000 AP, Lv3 25.000 AP, Lv4 50.000 AP, MASTER 70.000 AP
Saga þess: Ein kenning er sú að hann sé Rama, hetjan úr sömdu indversku ljóði, Ramayana. Hann er myndarlegur, hugrakkur og góð fyrirmynd. Eftir mörg próf og aflraunir verður hann konungur, og þá kemur í ljós að Rama er í rauninni guðinn Vishnu í mannslíki. Önnur kenning segir að það sé enginn Ramuh, heldur guðinn Lahmu (upphaflega Lamu). Ramuh er þá ekki til, en Lahmu er mjög þekktur guð. Það gæti verið að Ramuh sé stafsetningarvilla í leiknum, því R og L er mjög líkt fram borið á japönsku.
Einkunn:3/10


Titan

Hvernig á að fá summon-ið: Þar sem hinn eyðilagði Gongaga Reactor er
Hvað gerir það: Anger of the Ground, jarðarárás, hann rífur hluta úr jörðinni og kastar í óvininn. MP 46
Breytir karakter: Magic +1, HP -2%, MP +2%
Level up: Lv2 15.000 AP, Lv3 30.000 AP, Lv4 60.000 AP, MASTER 80.000 AP
Saga þess: Risar úr grískri goðsögn. Þeir voru í vegi Ulysses og hins 10 ára Ódysseifs sem voru á leið heim úr Trójustríðinu. Þeir eru líka sagðir vera synir plánetnanna Gaiu og Úranusar.
Einkunn:4/10


Odin

Hvernig á að fá summon-ið: Þegar þú vinnur Lost Number í Shinra Mansion (í peningaskápnum, tölurnar eru 36, 10, 59 og 97. Þú mátt ekki fara fram yfir töluna og aftur til baka, þú verður að ýta til hægri beint á 36 vinstri á akkúrat 10, hægri á akkúrat 59 og hægri á akkúrat 97. Ýttu á Action takkann (venjulega O , hringur) þegar þú ert á tölunni)
Hvað gerir það: Steel Bladed Sword (Gunge Lance), hann tekur risasverð og slær í óvinina og drepur þá samstundis. Þeir sem ekki geta drepist samstundis (eins og boss-ar) fá á sig non-elemntal árás, Gunge Lance sem gerir þó nokkurn skaða. MP 80
Breytir karakter: Magic +1, Magic Defense +1, HP -5%, MP+5%
Level up: Lv2 16.000 AP, Lv3 32.000 AP, Lv4 65.000 AP, MASTER 80.000 AP
Saga þess: Guð heiðurs, visku, deilna, stríðs, galdra og dauða í norrænni goðafræði. Gunge Lance er nefnt eftir sverði hans, Gungnir
Einkunn:8/10


Leviathan

Hvernig á að fá summon-ið: Vinndu Godo í Pagoda turninum í Wutai. Sjá "Sidequest"
Hvað gerir það:Tidal Wave, hann birtist úr sjónum og gerir risaöldu á óvininn með water skaða. 78 MP
Breytir karakter: Magic +1, Magic Defense +1, HP -5%, MP+5%
Level up: Lv2 18.000 AP, Lv3 38.000 AP, Lv4 70.000 AP, MASTER 100.000 AP
Saga þess: Leviathan er hið goðsagnakennda sjávarskrímsli, risastór, og sendi öll skip sem hann sá í vota gröf. Leviathan er hebreskt orð. Til að vera nákvæmari þá átti Leviathan að vera uppi á tímum Messíasar. Messías drap hann og gerði sérstakan kofa úr skinni hans.
Einkunn:3/10


Bahamut

Hvernig á að fá summon-ið: Vinndu Red Dragon í Temple of the Ancients
Hvað gerir það: Mega Flare, non-elemental skaði frá risadreka. 100 MP
Breytir karakter: Magic +1, Magic Defense +1, HP -5%, MP+5%
Level up: Lv2 20.000 AP, Lv3 50.000 AP, Lv4 80.000 AP, MASTER 120.000 AP
Saga þess: Bahamut á að vera konungur allra dreka. En í annarri sögu, er engill sem stendur á rúbínfjalli sem stjórnar heiminum. Fjallið liggur ofan á nauti (nautið heitir Kujata, eða Kjata) sem hefur 4000 líkamshluta, sem stendur fyrir ofan fisk sem syndir í gegnum "darkness". Og Bahamut er fiskurinn sem heldur heiminum uppi!
Einkunn:6/10


Kjata

Hvernig á að fá summon-ið: Í öðrum hluta Sleeping Forest, þú sérð það svífa þegar þú kemur þangað, gakktu þar sem þú sást það og ýttu á Action takkann (sennilega O)
Hvað gerir það: Tetra Disaster, rosaleg árás sem inniheldur eld-, ís- og þrumuskaða. 110 MP
Breytir karakter: Magic +1, Magic Defense +1, HP -5%, MP+5%
Level up: Lv2 22.000 AP, Lv3 60.000 AP, Lv4 90.000 AP, MASTER 140.000 AP
Saga þess: Kjata (Kujata) er nautið í Bahamut sögunni, það sem heldur á fjallinu og stendur á sjónum og hjálpar heiminum. Sennilega er það þess vegna sem hann er með svo mörg Element í árás sinni.
Einkunn:6/10


Alexander

Hvernig á að fá summon-ið: Eftir snjóbrettadótið, finndu heitu laugina og snertu. Farðu á svæðið þar sem þú lætur fánana og haltu áfram beina leið. Finndu kofann og farðu inn í hann. Farðu inn um hurðina sem er niðri. Farðu til hægri, finndu hellinn og talaðu við gaurinn. Vinndu hann og Materia-að fellur niður til þín
Hvað gerir það: Judgement, risakvikindi birtist úr jörðinni og tætir óvinina í sundur með heilögum (Holy) skaða. 120 MP
Breytir karakter: Magic +1, Magic Defense +1, HP -5%, MP+5%
Level up: Lv2 25.000 AP, Lv3 65.000 AP, Lv4 100.000 AP, MASTER 150.000 AP
Saga þess: Alexander getur verið margt... ein kenningin er sú að Alexander keisari í Rússlandi hafi verið meðlimur í hóp sem hét "Holy Alliance" sem passar þægilega... önnur kenning er sú að í Trójustríðinu (kvikmyndin Troy er byggð á því) hafi Afródíta og Aþena hafi nálgast mannræningja sem rændi Helen. Nafn hans var Paris (Alexander á rómönsku) . Hann þurfti að velja hvor væri fallegri. Báðar lofuðu honum gjöf og sögðu þetta vera "a divine (holy) judgement". Aþena ætlaði að veita honum sigur í Trójustríðinu og tækifæri til að fá heimsyfirráð. Afródíta sagðist ætla að giftast honum. Hann valdi Afródítu. Trójumenn töpuðu stríðinu og Paris (Alexander) fór í heimildabækur sem fábjáni vegna "Holy Judgements" hans.
Einkunn:7/10


Phoenix

Hvernig á að fá summon-ið: Vinndu það í Huge Materia dótinu í Fort Condor
Hvað gerir það: Phoenix Flame, gerir eldskaða á óvininn og lífgar við alla K.O. kalla í partíinu. 180 MP
Breytir karakter: Magic +2, Magic Defense +2, HP -10%, MP +10%
Level up: Lv2 28.000 AP, Lv3 70.000 AP, Lv4 120.000 AP, MASTER 180.000 AP
Saga þess: Fönixinn er hinn goðsagnakenndi eldfugl sem rís frá ösku dauðans á 500 ára fresti. Einnig er Phoenix Esper tengdur við látna karaktera og því lífgar hann við K.O. karaktera.
Einkunn:9/10


Neo Bahamut

Hvernig á að fá summon-ið: Whirlwind Maze
Hvað gerir það: Giga Flare, hann lyftir bút af jörðinni upp þar sem óvinirnir eru og gerir kjarnorkuárás á þá, non-elemental. 140 MP
Breytir karakter: Magic +2, Magic Defense +2, HP -10%, MP +10%
Level up: Lv2 30.000 AP, Lv3 80.000 AP, Lv4 140.000 AP, MASTER 200.000 AP
Saga þess: Sjá "Bahamut"
Einkunn:7/10


Hades

Hvernig á að fá summon-ið: Í flugvélinni sem er í hafinu
Hvað gerir það: Black Cauldron, getur gert eitthvað eitt af eftirfarandi: Confu, Frog, Mini, Paralyze, Silence, Sleep, Slow, Stop og gerir alltaf non-elemental skaða. 150 MP
Breytir karakter: Magic +4, Magic Defense +4, HP -10%, MP +15%
Level up: Lv2 35.000 AP, Lv3 120.000 AP, Lv4 150.000 AP, MASTER 250.000 AP
Saga þess: Þið kannist kannski við Hades úr teiknimyndinni Herkúles sem kom út fyrir mörgum árum. Hades er guð undirheimanna. Hades þýðir einnig helvíti eða undirheimar.
Einkunn:5/10


Typoon

Hvernig á að fá summon-ið: Rétt áður en þú ferðu út úr Ancient Forest (sjá Sidequests) þá þarftu að klifra vínviðinn, þú sérð það á einni greininni (aðeins hægt að komast í Ancient Forest eftir að hafa unnið Ultima Weapon eða vera með Gold Chocobo. 160 MP
Hvað gerir það: Disintegration, hann sveiflar vængjunum og gerir eld-, ís-, þrumu- og jarðarskaða.
Breytir karakter: Magic +4, Magic Defense +4, HP -10%, MP +15%
Level up: Lv2 35.000 AP, Lv3 120.000 AP, Lv4 150.000 AP, MASTER 250.000 AP
Saga þess: Þýðir hitabeltisstormur. Á að vera 100 hausa skepna sem guðirnir hræddust.
Einkunn:8/10


Bahamut ZERO

Hvernig á að fá summon-ið: Í Cosmo Canyon skaltu fara nær Blue Huge Materia þegar þú ert kominn með bæði Bahamut og Neo Bahamut
Hvað gerir það: Tera Flare, Bahamut ZERO leysir úr læðingi gífurlega árás meðal stjarnanna með mikla orku, non-elemental. 180 MP
Breytir karakter: Magic +4, Magic Defense +4, HP -10%, MP +15%
Level up: Lv2 35.000 AP, Lv3 120.000 AP, Lv4 150.000 AP, MASTER 250.000 AP
Saga þess: Sjá "Bahamut"
Einkunn:8/10


Knights of the Round

Hvernig á að fá summon-ið: Á Round Island (sjá "Chocobo")
Hvað gerir það: Ultimate End, 13 hit sem geta gert allt að 129.987 damage mest. Í einu. Besta summon-ið í leiknum. 250 MP
Breytir karakter: Magic +8, Magic Defense +8, HP -10%, MP +20%
Level up: Lv2 50.000 AP, Lv3 200.000 AP, Lv4 300.000 AP, MASTER 500.000 AP
Saga þess: Þetta eru riddarar hins hringlaga borðs Arthurs konungs, allir riddararnir ráðast á óvininn og í endann kemur Arthur konungur með sverð sitt Excalibur og ræðst á óvininn.
Einkunn:10/10


Til baka
©2004-2008 Jormundgand