Sidequest

Hér er restin af Sidequest-unum sem fá ekki sína eigin síðu hér.



Yuffie í partíið

Hægt er að gera þetta í fyrsta lagi á Disk 1. Hlauptu í hringi í einum skóginum nálægt Fort Condor til að keppa á móti "Mystery Ninja". Þetta er mjög auðveldur bardagi. Eftir að hafa sigrað þá ertu á opnu svæði með Yuffie. Það er Save Point þarna en EKKI SAVE-A. Talaðu við Yuffie og svaraðu spurningum hennar á eftirfarandi hátt:

1. Not Interested
2. Petrified
3. Wait a second!
4. That's right
5. Let's hurry on

Eftir að hafa svarað öllu rétt þá kemur hún í partíið.


Vincent í partíið

Þegar þú kemur í Nibelheim farðu þá í Shinra Mansion eftir að hafa skoðað bæinn. Þú þarft að finna pappíra til að finna rétta röð til að opna peningaskáp. Ef þu nennir ekki að finna þá alla og kynnast fortíð Vincents, lestu þá bara númerin hér.

Þú finnur peningaskápinn á 2. hæð. Þú þarft að setja inn tölur í réttri röð inn og þú mátt ekki fara yfir töluna og svo til baka. Þú verður að hitta beint á töluna og velja. Einnig verðurðu að fara annaðhvort til vinstri eða hægri. Hér eru tölurnar:

[Hægri 36] [Vinstri 10] [Hægri 59] [Hægri 97]

Nú kemur frekar erfiður Boss Battle. Gaurinn heitir "Lost Number". Eftir að hafa unnið þá færðu "Basement Key", "Cosmo Memory" og "Odin Materia".

Farðu nú til hægri og inn í leynda stigaganginn. Eftir að hafa farið inn um fyrstu hurðina þá áttu að athuga kistu og Vincent stekkur úr henni. Þú talar við hann og hann fer aftur inn. Talaðu við hann þar til hann neitar að fara úr kistunni. Farðu svo þar sem þú hittir Sephiroth. Farðu svo út og Vincent kemur í partíið.


Sofandi maðurinn og vopnasalinn

Þú VERÐUR að komast til þessa manns á Disk 1 þegar þú ert með Buggy. Þú getur farið á Buggy með skipinu frá Costa Del Sol til Junon. Keyrðu um á Buggy einhvers staðar á milli Junon og Fort Condor. Meðan þú keyrir um, leitaðu að á. Þegar þú finnur hana farðu þá yfir í grynningunum og einhvers staðar ættirðu að finna helli. Farðu inn í hellinn og þú munt sjá sofandi mann í rúmi. Hann muldrar mismunandi hluti en þú vilt vita hve marga bardaga þú hefur farið í. Til að hann skipti um umræðuefni farðu þá út úr hellinum, kepptu 1 bardaga og farðu svo aftur inn. Þú þarft að láta 2 seinustu stafina í tölunni vera eins. Til dæmis hefurðu farið í 118 bardaga. Þá þarftu að fara í 4 bardaga til að fá 122 bardaga samtals. Þegar þú talar við hann eftir það þá mun hann gefa þér "Bolt Ring" sem hann gefur þér aðeins þetta eina skipti. Talaðu svo við vopnasalann. Hann býr austur af Gongaga í litlu húsi. Farðu svo aftur til sofandi mannsins. Hann gefur þér "Mythril". Þú þarft að láta vopnasalann hafa það. Hann mun þá gefa þér valkost að velja úr kistu á efri eða neðri hæð. Kistan niðri inniheldur "Gold Armlet" en sú efri inniheldur seinasta Limit Aeris, "Great Gospel".


Turtle Paradise auglýsingar

Ef þú finnur allar auglýsingarnar þá muntu fá góð verðlaun, eða "Power Source", "Guard Source", "Magic Source", "Mind Source", "Speed Source", "Luck Source", og "Megalixir". Auglýsingarnar eru á eftirfarandi stöðum:

Auglýsing 1: Midgar Sector 5 Slums í herbergi stráksins sem þú færð tækifæri til að stela frá.
Auglýsing 2: Shinra HQ á 1. hæð. Á korktöflunni á bak við (ATH. Hægt að fá í seinasta lagi þegar þú gerir innrás í Midgar).
Auglýsing 3: Gold Saucer á veggnum í nálægt afgreiðslunni í Ghost Hotel.
Auglýsing 4: Cosmo Canyon við hliðina á vopnabúðinni.
Auglýsing 5: Cosmo Canyon við hliðina á skrifborðinu í gistihúsinu.
Auglýsing 6: Wutai í kjallaranum í húsi Yuffies.

Farðu svo til barsins Turtle Paradise í Wutai og þar færðu verðlaunin.


Cloud Flashback

Þegar þú ræðst inn í Midgar á Disk 3 þá skaltu fara í kjallarann á Shinra HQ. Það er herbergið með öllum tilraunaglösunum og því. Hérna kemur flashback sem sýnir hvernig hann komst til Midgar frá Nibelheim.


Lucky 7

Ef einhver í partíinu þínu nær 7777 HP þá fá þau Berserk og lemja óvininn til að gera 7777 skaða. Þetta er kallað Lucky 7. Eftir bardagann þá fer HP-ið niður í 1 til að sporna við ofnotkun. Reyndu að mixa Materiur saman til að fá 7777 HP.


Master Materia

Til að fá Master Materia þá þarftu að MASTER-a allar Materiur í hverjum flokk. Eftir það þá skaltu fara til Bugenhagens og skoða Huge Materia. Þá færðu Master Materia. Hver Huge Materia gerir mismunandi Master Materia sem fer eftir hvaða flokk það er í.


Fortíð Vincents og Lucreciu

Eftir að hafa fengið Gold Chocobo þá skaltu hafa Vincent í partíinu þínu og vera ofan í vatninu norðan við Costa Del Sol. Þá finnurðu lítinn helli. Farðu inn í hellinn til að finna Lucreciu. Eftir það farðu þá út og kepptu 10 bardaga. Eftir það skaltu fara aftur inn og fá Ultimate vopnið og Level 4 Limitið.


Bone Village

Þetta þorp er stórt svæði þar sem hægt er að leita að hlutum. Ef þú velur að leita að "Good Treasure" þá ættirðu að finna annaðhvort Buntline (vopn fyrir Vincent sem er með Double AP) eða Mop (vopn fyrir Cid, ekkert Materia slot, ekkert AP Growth en sæmilegt strengt og Accuracy). Ef þú velur "Normal Treasure" þá finnurðu venjulega hluti eins og Potion en einnig Key to Sector 5 sem leyfir þér að komst inn í Midgar.


W-Item svindlið

W-Item svindlið er svindl til að fjölfalda hluti. Þú þarft að fara í bardaga og láta a.m.k. 1 karakter hafa W-Item Materiuna á sér. Veldu W-Item og veldu einhvern hlut. Veldu svo hlutinn sem þú vilt fjölfalda. Ýttu svo á X (Cancel). Þá kemur nýr svoleiðis hlutur! Veldu aftur og Cancel, Velja, Cancel, velja, Cancel, velja, Cancel, velja, Cancel. Við hvert Cancel kemur nýr hlutur.


Til baka
©2004-2008 Jormundgand