Lukku Láki

Skjótari en skugginn

að skjóta í mark.

Texti um Lukku Láka:

Eitt vinsælasta kántrý-lag sem samið hefur verið á íslensku er um Lukku Láka. Lagið er eftir Hallbjörn Hjartarson, en textinn eftir Jón Víkingsson sem er betur þekktur sem Johnny King. Það var Hallbjörn sjálfur sem gerði lagið vinsælt í sínum flutningi.

Eftir gresjunni kemur maður
ríðandi hesti á.
Arizona er staður
sem hann hefur mætur á.

Léttfeti er hans fákur dyggur og góður þjónn. Lukku Láki er kátur laganna vörður og þjónn.

Viðlag: Með sexhleypunni er hann sneggri en skugginn að skjóta í mark. Léttfeti hans með hrekki gerir oft heilmikið hark. Lukku Láki er feti framar en aðrir menn. Ég held bara enginn geti sigrað hann Láka enn.

Í eldlínunni báðir standa og skiptast þá jafnan á. Að bjarga hvor öðrum úr vanda sem herjar þá báða á.

Ræningjardrasl og lýður Láka oft skjóta á. En Láki er snöggur sem skugginn að klappa þeim hausinn á.

Viðlag: Með sexhleypunni er hann sneggri en skugginn að skjóta í mark. Léttfeti hans með hrekki gerir oft heilmikið hark. Lukku Láki er feti framar en aðrir menn. Ég held bara enginn geti sigrað hann Láka enn.

Daltónar nokkrir gera Láka oft lífið leitt. Fangelsi jafnan skera og komast þá jafnan í feitt.

Láki þá jafnan finnur og færir í hús á ný. Og Jobbi litli þá stynur. Ég brott af þér hausinn sný.

Viðlag: Með sexhleypunni er hann sneggri en skugginn að skjóta í mark. Léttfeti hans með hrekki gerir oft heilmikið hark. Lukku Láki er feti framar en aðrir menn. Ég held bara enginn geti sigrað hann Láka enn.

Svo ríða þeir báðir spotta og blístra sitt gamla lag. Og skrifara allir glotta, já þetta er gott í dag.

Undirsíður

Aðalsíða Bókalisti

Lukku Láki er alþjóðlegur

nokkrar Lukku Láka síður á framandi tungu

Ensk Ensk Ensk Ensk Sænsk
Hollensk Króatísk Frönsk Finnsk Spænsk