Tígrísdýrin.
      
Aðdáendaklúbbur Taflfélags Garðabæjar.
                  Stofnaður í ágúst 2003.

13.1.2004.
Guðlaug Þorsteinsdóttir,
hinn gallgarði Garðbæingur, sigraði á sterkasta kvennamóti ársins (til þessa!). Frábær árangur og veit á gott fyrir DK: En undirbúningur fyrir hana gengur ágætlega. Til skoðunar er boð um mót nokkurra skákfélaga hérlendis sem án vafa yrði góður undirbúningur fyrir keppnina.

10.1.2004.
Svanberg Már Pálsson
varð í dag Íslandsmeistari barna 2004. Frábær frammistaða og sýnir vel hve vel er staðið að málum hjá TG í unglingastarfinu. Hann var einnig valinn í unglingalandslið Íslands sem tekur þátt í NM í skólaskák.

8.1.2004.

TG verður
fulltrúi UMSK á Landsmóti ungmennafélaganna. Það er ánægjulegt til þess að vita að UMSK skuli hafa jafn einfaldan smekk og TG; að vilja aðeins það besta.

8.1.2004.

Samkvæmt heimildum tígrísdýranna má reikna með stórum tíðindum frá
TG og 2-3 félögum á allra næstu dögum. En skákíþróttin á Íslandi mun þó fyrst og fremst græða á þessu eftir því sem  tígrísdýrin komast næst

30.12.2003
.
Um leið og tígrísdýrin ósk
a Ólafi Stefánssyni innilega til hamingju með að verða valinn Íþróttamaður Íslands 2003 (og furða sig á því að Karen skuli ekki hafa fengið titilinn!) er rétt að kynna val tígrísdýranna á skákmönnum annarra af sterkustu félögum landsins 2003. Rétt er að hafa það í huga að ekki er hér valinn skákmaður TG enda sá grundavallarmunur á TG og öðrum félögum að meira er lagt upp úr liðsheildinni hjá TG en einstaklingsframtaki hjá öðrum félögum. Einnig er rétt að hafa í huga að framfarir og fagmennska vega þungt í valinu, oft á kostnað árangurs í mótum talinn. Enda á íþróttamaður hvers félags að vera í sókn!.
SA
: Árið hefur verið mjög rólegt hjá þeim. Halldór B. Halldórsson hefur hins vegar haft ákveðna yfirburði og verður því fyrir valinu.
TV
: 3 nöfn koma upp. Sverrir Unnarsson prímusmótor hefur staðið sig mjög vel á mótum eyjamanna. Sævar Bjarnason hefur staðið fyrir sínu. En Björn Ívar Norðurlandameistari hefur staðið sig mjög vel og er ávallt að bæta sig. Hann líður fyrir skort á leikæfingu vegna staðsetningar en hefur verið að bæta sig jafnt og þétt og mun án vafa brillera á næsta ári. Björn Ívar Karlsson hefur því orðið fyrir valinu.
Hrókurinn: Ingvar Þór Jóhannesso
n hefur bætt sig verulega á árinu og náð mjög viðunandi árangri. Ef hann vinnur rétt úr honum á hann eftir að taka stór stökk á næstu þremur árum. Hann fær titilinn í ár.
TK
: Engin spurning. Framfarir Haraldar Baldurssonar eru eitt best varðveitta leyndarmál skákarinnar! Ef hann lætur af stjórnarstörfum og einbeitir sér að sjálfum sér hefur hann alla möguleika á að gera mjög góða hluti. Hann er orðinn mjög heilsteyptur skákmaður.
T
R: Erfitt val. Bragi Þorfinnsson stóð sig vel og sýndi miklar framfarir. Er orðinn mun faglegri í undirbúningi sínum og nýtur ávaxtanna. Jón Viktor er einnig að vinna markvissar í undirbúningi sínum heldur en hann hefur gert lengi og mun njóta góðs af því. Arnar náði einnig góðum árangri en Bragi verður fyrir valinu.
Hellir
: Ákveðin þau vonbrigði með  árið hljóta að þjaka stjórnarmenn Hellis. Þeir hafa unnið vel í sínum málum en ekki uppskorið árangur hjá leikmönnum sínum  í samræmi við það. Það mun þó örugglega koma fljótlega ef þeir missa ekki móðinn. 4 nöfn komast á blað. Snorri Bergsson átti góða endurkomu. Tók áskorendaflokkinn með rússnesku öryggi og stóð sig almennt vel. Björn Þorfinnsson telfdi oft eins og hann verðskuldaði að fá að ganga í TG en þess á milli eins og leikmaður mfl Fram í knattspyrnu! Fram köflunum hefur þó fækkað mikið og vel og toppurinn var þegar hann komst í landsliðið. Hjörvar Steinn var mjög nálægt því að fá titilinn. Átti hreint frábært ár. En eftir EM öldunga er ljóst að Ingvar Ásmundsson verður fyrir valinu.
Skákfélag Reykjanesbæjar: Jóhann Ingvas
on hefur betur í hörkukeppni við Sigurð H. Jónsson sem átti mikla endurkomu.
TA: Gunnar F. Rúnarsso
n ber höfuð og herðar yfir félaga sína þetta árið.
Haukar: Þorvarður Ólafsson
. Engin spurning. Teflir orðið af miklu öryggi og mun springa út á næstu árum með sama áframhaldi.
SSON: Gunnar Finnlaugsson.
KR: Jón Torfason
.
Tígrísdýrin hafa ekki fylgst nægilega vel með hjá öðrum félögum til að útnefna menn þa
r.

25.12.2003.
Tígrísdýrin óska landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

25.12.2003.
Eini íslenski k
eppandinn á alþjóðlega unglingamóti Hellis utan Hellis kemur frá TG.  En Svanberg Már Pálsson mun keppa á mótinu. Þetta er enn eitt merki þess að uppbygging TG er farin að skila sér. Hér er um gott framtak að ræða hjá Helli og fyrsta alþjóðlega unglingaskákmótið á Íslandi frá Alþjóðlega Búnaðarbankamótið TG 1989. Þar að segja ef að skólaskákmótin eru undanskilinn.

25.12.2003.
Jóhann Helgi
Sigurðsson varð Skákmeistari Garðabæjar 2003. Sigur hans var öruggur og sanngjarn.

13.12.2003.
TG hefur stofnað golfdeild innan félagsins. Reikna með fyrsta móti nýrrar deildar næ
sta sumar.

29.11.2003.
Á mor
gun fer fram úrslitaleikur Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar. Leikurinn fer fram á leikvangi Skáksambands Íslands. Mikil hátíð verður á undan í húsnæði TR. Kl. 15.30 hefst óopinbert Íslandsmót unglingasveita taflfélaganna. Einnig Íslandsmót skákklúbba í samspilsskák. Að því loknu fer fram kraftmikil og óvenjuleg setningarathöfn bikarúrslitaleiks TV - TR. Hún hefst kl. 18.00. Reikna má með spennandi leik eins og kom fram í íþróttaþætti Rásar 2. Spá síðunnar er að TR a vinni TV 7-5.

28.11.2003.
Unglingasveit T
G vann Hauka á þriðjudag. Vel gert. Næsta verkefni þeirr er þátttaka í óopinberu Íslandsmóti unglingasveita sem TG sér um á morgun.

20.11
.2003.
Aðför nokkurs hóps á skákhorninu gegn TG hefur vakið mikla athygli. Slæmt væri fyrir skákíþróttina ef að þetta eiga að vera ný vinnubrögð í skákíþróttinni í keppni við önnur félög. Hvorki Taflfélag Garðabæjar né tígrísdýrin munu fara niður á svona lágt plan enda telja báðir aðilar tíma sínum betur varið í uppbyggingarstarf fyr
ir skákina.

20.1
1.2003.
TR a vann TR b í kvöld í Bikarkeppni TG með 9 1/2 - 2 1/2. Þeir eiga einmitt titil að verja og mæta TV í úrslitaleik. Úrslitaleikur fer fram
29 nóvember.

19
.11.2003.
TV  sigraði í kvöld TK í undanúrslitum Bikarkeppni TG. Þeir eru því fyrsta félagið utan Reykjavíkur til að komast í úrslitaleik keppninnar. Reikna má með því að Herjólfur verði með aukaferðir í tengslum við úrs
litaleikinn.

19.11.2003.
Leikir í undanúrslitum  Bikarkeppni Taflfélag
s Garðabæjar fara fram 19 og 20 nóvember. 19 nóvember mætir fyrstu deildarlið TV annarrar deildarliði TK. Þetta verður mjög athyglisverð herfræðileg rimma milli þjálfaranna Einars Einarssonar (ekki hinn eini sanni Stjörnumaður) sem mun án efa fá góð ráð hjá fyrirmyndinni Ólafi Þórðarsyni og hins margreynda Haraldar Baldurssonar í TK. Sá þeirra sem leggur leikinn betur upp mun vinna. Það er nánast ógjörningur að spá fyrir um úrslit í þessum leik en óneitanlega er pressan meiri á 1 deildarliðinu!
Í hinni viðureig
ninni mætast a og b lið TR . Samkomulag er um að leikurinn fari fram í TR. Væntanlega mun a liðið sigra en hins margreyndu leikmenn b liðsins eru þó ekki auðveld bráð. A liðið hefur titil að verja í þessari keppni. Það er þó ljóst að TR fær nýja mótherja því í fyrsta skipti í þessari keppni komst Hellir ekki í úrslit.

11.11.2003.
Nýjasta
Þankastrik ritstjóra skak.is hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtilega gleymsku ritstjórans í umfjöllun hans um fjölmennustu mót landsins! Þegar hann fjallar um fjölmennustu mót ársins gleymir hann Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar sem samkvæmt Skákaranum er næst fjölmennasta móts landsins. Aðeins deildarkeppnin er fjölmennari!

11.11.2003.
Íslenskt skáklíf varð fyrir miklu áfalli í
gærkvöldi. TV vann stolt íslenska skákfélaga, okkar geysisterka lið. Vissulega gífurleg vonbrigði. Samt hlýtur það einnig að vera vonbrigði fyrir 1 deildarlið TV í hve miklum vandræðum þeir voru með 2 deildarlið.
Baráttan var hörð í gærkvöldi og hvergi gefið eftir. Nokkur hiti var í mönnum og nokkrar tæklingar sáust á milli manna. Enda um ekta bikarleik að ræða og æsispennandi viðureign. Vegna slæmrar færðar frá eyjum varð að fresta leiknum um 30 mínútur. Eftir það hófst slagurinn. TG ingar sóttu vel og mikið í fyrri umferðinni en TV menn vörðust að hætti ítalskra knattspyrnuliða. Jón Hálfdanarson varð að láta sér jafntefli nægja gegn Sævari eftir að hafa staðið til vinnings en tímapressa varð til þess að hann þurfti að láta sér jafntefli nægja. Björn missti af vinning gegn Stefáni á öðru borði eftir að hafa telft vel alla skákina. Jóhann H. Ragnarsson gerði jafntefli við Rúnar eftir að hafa fengið mun verri stöðu út úr byrjuninni. Einar vann Jóhann Helga en Ægir hélt jöfnu fyrir TV gegn Páli. Óskar telfdi hins vegar ákveðið uppá sigur á 6 borði en okkar maður, Jón Þór telfdi vel og innbyrti góðan si
gur. Staðan 3-3 í hálfleik og þar af 4 jafntefli!
Í seinni hálfleik var ákveðið að leggja enn meira undir enda hafði frést að TV menn hefðu æft sérstaklega fyrir framlenginguna. En ljóst að von TV manna lá í því að sleppa í framlenginguna og því var þetta klók ákvörðun fyrirliða TV manna, Einars Einarsssonar (ekki hinn eini sanni Stjörnumaður). Ljóst er að hann er á réttri leið með liðið.
Jóhann H. Ragnarsson náði ekki að brjótast í gegn hjá Rúnari og jafntefli niðurstaðan. Björn gerði jafntefli eftir að Stefán hafði náð betri stöðu. Páll var með betra allann tímann gegn Ægi og eftir að liðstjóri TG hafði hafnað jafnteflisboði Ægis fyrir hönd Páls vann Páll öruggan sigur. Á sama tíma tapaði Jón Hálfdanarson á tíma í jafnteflisstöðu gegn fyrrverandi leikmanni TG, Sævari Bjarnasyni.Þá voru tveir leikir eftir. Jón Þór stóð betur gegn Óskari en var með slæman tíma. Jóhann Helgi var með örlítið betra gegn Einari Einarssyni (ekki hinn eini sanni Stjörnumaður) en mikil baráttustaða var á borðinu. Ákveðið var að Jóhann Helgi telfdi af fullum krafti gegn Einari Einarssyni (ekki hinn eini sanni Stjörnumaður) og var baráttan gífuleg í þeirri skák. Jón Þór vann nettan sigur á Óskari og því var staðan orðin 6-5. En Einar náði  að snúa laglega á Jóhann Helga og jafna metin. Um hraðskákina þarf ekki að hafa mörg orð. TGingar telfdu undir getu en TV yfir getu og unnu öruggan sigur, 8,5 - 3,5 eftir að staðan var 2,5 - 3,5 í hálfleik framlengingunnar. TV er því komið í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er miki
ð afrek því samkvæmt heimildum Skákarans er Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar næst fjölmennasta keppni ársins.

10.11.2003.
Í kvöld fara fram allir leikir 8 liða úrslita Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar. Hellir a á TR a og má reikna með nokkuð öruggum sigri TR a. Bolungavík mun væntanlega vinna TK þó á útivelli sé. Unglingalandsliðið ætti að merja sigur á TR b.
Hins vegar hafa líkur TV aukist verulega í stórleik
kvöldsins, leik okkar manna gegn TV vegna mikilla meiðsla sem hrjá lið okkar manna. Reikna má með mikilli umfjöllun um leikinn á skák með Snorra Bergs en úrslita þessa leiks er beðið með mikilli eftirvæntingu og munu menn koma saman út um allan heim til að fylgjast með honum. Rétt er að minna á forsöluna. Segja má að eftir þessa meiðslasyrpu séu líkur liðanna jafnar og líklegt að hálfleiksstaðan muni vega þungt enda okkar menn í betra úthaldi.

02.11.2003.
TG leikur gegn TV í 8 liða úrslitum Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum stóð til að TG gæfi TV heimaleikjaréttinn þar sem fátt er eins gott fyrir útbreiðslu skákarinnar í eyjum sem og annars staðar, en að fá stórlið TG í heimsókn. En samkvæmt heimildum tígrísdýranna tókst ekki að láta þessa skemmtilegu hugmynd verða að veruleika. Hins vegar er reiknað með að TG mæti  með mfl sinn til eyja í æfingarbúðir á
næsta ári.

02.11.2003.
Frammistaða TGinganna á HM ungmenna var fín og ljóst að mótið er góð reyns
la fyrir þá.

02.11.2003.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tigrisdý
ranna hefur Snorri G. Bergsson leikmaður Hellis óskað eftir því við stjórn Hellis að fá að keppa í grænni peysu og vinstra megin í liðinu.

29.10.2003.
Greinar um 2 og 4 deild eru komnar á síðuna.

28.10.2003.
6 umf. HM ungmenna:
Svanberg tapaði í dag.  Hann ruglaði saman varíöntum í byrjuninni og fékk erfiða stöðu í framhaldinu. Hann fær hvítt á morgun en hann hefur unnið tvær síðustu skákir með hvítu mönnunum. Hjörvar flýtti sér fullmikið í byrjuninni og fékk tapað út úr henni. En Helgi Brynjars gerði gott jafntefli og ætlar greinilega að eiga gott mót. Hann er þegar búinn að tryggja sig inn á FIDE listann með amk 3-4 skákir gegn stigamönnum og 1,5 v. Hallgerður tapaði frekar illa eftir að hafa haft góða stöðu en Elsa María vann og átti bestu skákina af yngri krökkunum. Björn Ívar tapaði en Dagur og Guðmundur gerðu jafntefli eftir mikla baráttu. Íslenska sveitin er því öll á svipuðu svæði með 1,5 -
3 vinninga.

27.10.2003.
Pistill frá HM ungmenna í Grikklandi en þar á TG
7 fulltrúa. Fleiri en nokkurt annað íslenskt félag:
5 umf.
Svanberg vann mjög góðan og frekar auðveldan sigur í dag því andstæðingurinn lék af sér kalli í 6 leik og síðar peði. Seinna fékk hann svo 2 kalla fyrir hrók. Hann telfdi yfirvegað og sigraði örugglega. Hallgerður náði mikilvægum hálfum punkti. Elsa hefur verið að fá betri stöður en reynsluleysið hefur háð henni við úrvinnslur. Þetta mót mun klárlega hjálpa henni í framtíðinni varðandi slíka hluti. Hjörvar var hins vegar stálheppinn þegar hann fórnaði manni sem stóðst engan veginn. Hann hafði nefnilega misst af millileik og var í raun stálheppinn að vinna hann til baka og vinna.
Helgi náði ekki að halda jöfnu gegn þriðja +2000 stigamanninum í röð eins og hann gerði við hina tvö. Eldri strákarnir eru orðnir verulega rútineraðir í svona mótum. Dagur er sérstaklega búinn að fá erfitt prógramm en var óheppinn að tapa í dag. Var kominn með betra.
Íslenska sveitin er að fá gríðarlega reynslu því þau eru alla morgna í 45 mín. einkaþjálfun þar sem farið er yfir þau atriði sem að bæta eða ákveðnar byrjanir. Einnig ef að einhverjar upplýsingar liggja fyrir um andstæðingana sem er mjög misjafnt.  Síðan er þjálfun í frönsku vörninni í kvöld.
Þjóðverjar eru með 50 manna hóp og frakkar 32 keppendur. Þar af marga sem kepptu á Saint Lo í Frakklandi í sumar (en þangað mun TG senda 2 keppendur annað hvert ár). Ástralir eru með 19 keppendur, 4 þjálfara og 16 foreldra. Skemmtilegur og litríkur hópur er hér einnig f
rá Brasilíu.

21.10.2003.
Á fimmtudag hefst HM ungmenna í Grikklandi. Okkar dásamlega
félag á þar 6 fulltrúa. Reiknað er með að á þessari síðu verði daglegir  pistlar frá mótinu. Það hefur þó enn ekki fengist staðfest.

21.10.2003.
Sú ákvörðun  dótturfé
lags okkar, Skákfélags Grindavíkur, að ráða Þorvarð F. Ólafsson sem unglingaþjálfara hefur valdið mikilli tauaveiklun í röðum Hellis (sem má ekki rugla saman við Íþróttafélagið Gróttu þó Hellir heiti Grótta Schackklub á sænsku). Menn hafa velt því fyrir sér hvort kappinn sé á leið í TG. Tigrisdyrin spurðu Pál Sigurðsson, hinn virta formann TG hvort það væri raunin en hann vildi ekki tjá sig um málið. En mikið hefur verið hringt í hann frá Helli og Haukum í dag vegna málsins.

20.10.2003.
Það e
r nú ljóst að Olivér Letréguilly mun ekki keppa með liði TG í DK. Hann er einn 6 fulltrúa okkar dásamlega félags á HM ungmenna í Krít. Hinir eru Svanberg Már Pálsson og Páll Sigurðsson í íslenska liðinu, í ástralska liðinu eru Ian og Cathy Rogers þjálfarar, í franska liðinu er Caroline Cochet auk þjálfarans Olivér. Þær Valerie Maupin og Karolle Bolon voru síðan alveg við það að komast í franska liðið. Þetta sýnir vel hve efnilega leikmenn TG á því franska kvennalandsliðið leikur stórt hlutverk í framtiðarplönum TG. Um leið sýnir þetta vel hve röng tímasetningin er. TG leggur ekki stein í götu neins leikmanns þegar hann hefur möguleika á að keppa fyrir sitt land sitt og þjóð. Það á og er stolt hvers leikmanns að gera slíkt (þó vissulega hafi ákveðinn leikmaður vakið furðu hvað þennan þátt varðar fyrir stuttu).

19.10.2003.

Æfing mfl
TG í Bláa lóninu heppnaðist afskaplega vel. Einnig ber að hrósa sérstaklega góðum mat í Sjávarperlunni. Ritstjóri skak.is spáir TG 2 sæti í 2 deild. Ekkert óeðlileg spá en vissulega ætlar okkar ástsæla félag sér sigur og ekkert annað. Athyglisverð eru ummæli hans um að TG mæti með útlendinga til leiks. Tigrisdýrin hafa reynt mikið að fá upplýsingar um hvort þetta sé rétt en ekki fengið.

19.10.200
3.
Stigamót TG  hefur heppnast afskaplega vel. Ljóst er að allir nema einn af stigalausu monnunum fara á næsta lista. Eftir mi
kla baráttuskák Leifs og Sigurðar Daða í dag sem endaði með jafntefli og sigur Jóhanns H. Ragnarssonar á Þorvarði Ólafssyni er ljóst að síðasta umferðin verður æsispennandi en þeir eru jafnir og efstir fyrir síðustu umferð. Flugmiði með Icelandair er í fyrstu verðlaun svo að miklu er að keppa.


18.10.2003.
Leikmenn mfl. TG
verða á æfingu í Bláa lóninu i dag. Þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir hina hörðu baráttu sem framundan er í 2 og 4 deild um næstu helgi. Liðið mun svo borða saman að æfingu lokinni á Sjávarperlunni.

18.10.2003.
Aðdáendaklúbbur TG sem komið sér upp heimavelli fyrir beinar útsendingar frá TG leikjum erlendis. Við slík tækifæri mun klúbburinn h
orfa á leikina á Mekka sport.

18.1
0.2003.
TG mætir TV á heimavelli í 8 liða úrslitum Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar. Þetta verður erfiður leikur en það er alveg ljóst að okkar dásamlega félag mun mæta dýrvitlaust til leiks að góðum tígrísdýrasið. Stefnan er á sæti í undanúrslitum og ekkert
annað. Áfram TG.

15.10.2003.
Tigrisdyrin ó
ska fulltrúa TG í NAO til hamingju með sigurinn í EU félagsliða á Krít.

15.10.2003.
Samkvæmt heimildum tígrísdýranna verður einn stærsti lið
ur úrslitahátíðar Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar, bikarkeppni unglingasveita skákfélaganna. Samkvæmt sömu heimildum hafa nokkur landsbyggðarlið tekið vel í að mæta og því verða væntanlega  krýndir óformlegir Íslandsmeistarar unglingaliða á þessari hátíð.

15.10.2003.
Samkv
æmt heimildum frá TG eru aðstæður fyrir DK þokkalega góðar ef tekið er tillit til þess að 5 leikmenn eru úr leik vegna tímasetningar og eitthvað er um meiðsli. Breiddin er góð og mun væntanlega hjálpa liðinu mikið. Ljóst er að baráttan verður mjögrð í 2 deild.
TK með Einar Hjalta, Harald Baldursson, Hlíðar, Birki og félaga er með
mjög sterkt lið. Bolungarvík er einnig með mjög sterkt lið. Gengi þeirra mun þó ráðast af frammistöðu Halldórs G. Einarssonar og Magnúsar P. Örnólfssonar. Ef þeir eiga gott mót verðir þeir mjög ofarlega. Ef ekki er hætt við að þeir verði ekki ofar en um miðja deild. Svo það reynir mjög á þessa 2 reynslubolta. Guðmundur Halldórsson mun örugglega fá sína 5 vinninga.
Kjarninn í liði Hróksins verður Oral, Danielsen, Regina, Elvar Guðmundsson, Róbert Harðarson og Tómas Björnsson. Þarna er Elvar klárlega lykilmaður. Hann verður að fá 7 v til að liðið verði í toppbaráttunni en líklegt verður að teljast að baráttan verði geysihörð á milli okkar ástsæla félags, Bolvíkinga og Hróksins. TK hefur mannskapinn en spurningin er sú hvort þeir séu nægilega hungraðir. Ljóst er þó að hinn reyndi liðstjóri þeirra, Haraldur Baldursson mun nota öll sín meðul
til að kveikja í brekkubúum. Önnur félög eru ólíkleg til að blanda sér í baráttuna. Akranes hefur mannskapinn til þess en ekki trúna.

15.10.2003.
Ian
Rogers og I. Glek gerðu jafntefli í gær og eru í 2-10 sæti á Essent mótinu..

14.10.2003.
Ljóst er að mjög hörð barátta verður um sæti
í 2 deild eftir að TV fór upp í fyrstu. Okkar ástsæla félag ætlar sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur í 2 og 4 deild. Það verður þó erfitt því 5 leikmenn vantar í liðið vegna breytinga á dagsetningu DK auk þess sem meiðsli hrjá nokkra leikmenn. Hins vegar er breiddin góð. Það er morgunljóst að keppnin í 2 deild mun standa á milli TG, Hróksins c, Bolvíkinga og TK. Okkar stórkostlega félag mætir öllum þessum liðum í fyrri hlutanum og því mjög mikilvægt að byrjunin sé góð.

14.10.2003.
Fyrirliði Katalóníu og sterkasti leikmaður, Jordi Magem hefur gengið til liðs við okkar ástsæla félag. Þetta er grífarlegur fengur fyrir félagið. Tígrísdýrin hafa heimildir fyrir því að hann mun leika mikið hlutverk í framtíðarstarfi félagsins. Þetta er maður sem gengur ekki í hvaða félag sem er heldur hefur einfaldann smekk, vill aðeins það besta. Hann hefur þess vegna eingöngu telft fyrir lið á Spáni og Frakklandi áður. Þetta sýnir einnig að heimildir tígrísdýranna um að fulltrúar TG hefðu farið til Spánar til að skoða leikmenn voru réttar. Ljóst er einnig að ekki hafa fleiri leikmenn staðist þær kröfur sem TG gerir. Um komu Jordi Magem til TG er fjallað vel og ítarlega í síðasti blaði
Viðskiptablaðsins.

14.10.2003.
Leikmenn TG, Ian Rogers og I.
Glek fara mikinn á Essent mótinu í Hollandi. Þeir eru nú í 2-6 sæti eftir 5 umferðir með 4v. Þeir mætast í næstu umferð og verður það án vafa spennandi leikur enda TGingar þekktir fyrir mikla baráttu.

14.10.2003.
Minnimáttarkennd minnsta aðdáendaklúbbs taf
lfélags á Íslandi, Hellisbúanna virðist á háu stigi þar sem þeir reyna að draga úr þeim mikla fjölda félaga sem er í tígrísdýrunum. Félagar í aðdáendaklúbbi hins stórkostlega félags, Taflfélagi Garðabæjar eru fjölmargir og búa um allan heim. Hellisbúarnir eru hins vegar einungis í fjallgarði þeim sem Árbær og Breiðholt er nefndur.

14.10.2003.
Þar sem FA hefur séð að sér vegna aðgerða Tigrisdyranna verður heimasíða stærsta aðdáendaklúbbs íslensks skákfélags uppfærð af fullum krafti af nýju. Margt hefur gerst síðan 26.09.2003 og margt svo vitlaust að ekki verður einu sinni rætt um það. En örstutt um aðra hluti!
Af marg gefnu tilefni er rétt að taka það fram að tigrisdyrin hafa fengið það staðfest að spretthlauparinn í bláu fötunum á síðu 42 í DV
13 október er ekki Snorri G. Bergsson.
Samkvæmt öruggum heimildum tigr
isdýranna treystir Einar Einarsson (ekki hinn eini sanni Stjörnumaður) sér ekki til að keppa í fyrri hluta DK. Líklegt er að hár aldur sér aðalástæðan þess að hann tekur ekki þátt. Stofnaður hefur verið aðdáendaklúbbur í Vestmannaeyjum sem ber nafnið Krókodílarnir. Þetta hefur vakið athygli því hingað til hafa lundar og krókódílar ekki átt vel saman. En samkvæmt áreiðanlegum heimildum tígrísdýranna eru krókodílarnir ekki nýr aðdáendaklúbbur taflfélags á Íslandi heldur stuðningsmenn handknattleiksdeildar ÍBV! Hugsanlegt er þó að um einhverskonar samstarf verði í framtíðinni eins og td samstarf tígrísdýranna og Stuðningsboltanna, aðdáendaklúbbs mfl. ka í Stjörnunni.

26.09.2003.
Vegna furðulegra kærumála FA á hendur öðru vinafél
agi TG í Englandi, Arsenal (en hitt er Forest) hafa Tígrísdýrin ákveðið að sýna samstöðu í verki! Af þessum sökum verður síðan ekki uppfærð fyrr en í fyrsta lagi 13 október og vonast Tígrísdýrin til þess að FA sjái að sér fyrir vikið. Við byðjum því þá fjölmörgu sem að skoða þessa síðu reglulega að vera þolinmóða. Stutt er í DK og athygli manna verður á henni í október.

26.09.2003.
Það hefur nú komið í ljós að minnsti aðdáendaklúbbur ís
lenskt taflfélags, Hellisbúarnir lifa góðu lífi og er það vel. Það vekur hins vegar mikla athygli hve gífurlega mikla minnimáttarkennd þeir hafa gegn félagi allra landsmanna, TG. Samkvæmt heimasíðu klúbbsins eru þeir að reyna að fá menn til að trúa því að DK og Bikarkeppni TG séu ekki 2 langmikilvægustu mót ársins! Hvernig er hægt að halda því fram að mót þar sem menn þurfa ekki einu sinni að vera í því félagi sem þeir keppa fyrir sé eitt af mikilvægustu mótum ársins?

23.09.2003.
TG a lið lék á úti
velli í kvöld gegn S.Reykjanesbæjar b.. Eftir miklar hrakfarir í Hraðskákskeppni taflfélaga (en félagið sem sér um þá merku keppni átti einu sinni aðdáendaklúbb sem nú heyrist ekkert frá og er því líklega ekki til lengur!) var engin áhætta tekin. Leikmenn okkar dásamlega félags komu saman á heimavelli okkar og lögðu taktíkina upp. Sætaferðir voru frá sama stað og var nánast hvert sæti skipað. Þetta skilaði miklum og góðum árangri og komu menn mjög einbeittir til leiks. Eftir að hafa unnið slaginn um vallarhelminginn (liðið fékk að snúa í átt til Garðabæjar) stóðu menn þétt saman umkringdir aðdáendum félagsins úr TR sem fylgdust með leiknum af lífi og sál. Í stuttu máli unnum við 10-2. Þar  með urðum við fyrst liða til að tryggja okkur sæti í 8 liða úrslitum þessarar næst mikilvægustu keppni ársins.

23.09.2003.
Hin mikla pressa sem er á stjörnum prýddu liði TV manna virðist vera farin að hafa mikil áhrif á þá. Þeir tóku ákvörðun að fela hinn aldraða leikmann sinn, Einar Einarsson (ekki hinn eina sanna Stjörnumann) í stað þess að beita honum í Stigamóti TG til njósna. Einnig hefur Sverrir Unnarssons, hinn geðþekki íþróttasálfræðingur liðsins  ákveðið að stjórna ekki liði TV í Bikarnum eins og sjá má á í frétt frá 18.09.. Er því furða þó menn velti því fyrir sér hvort þeir séu
að fara á taugum. Bolvíkingar hyggjast ekki styrkja sterkt lið sitt frekar heldur treysta á samæfingu þeirra leikmanna sem eru fyrir hjá félaginu. Kópavogsbúar hafa látið lítið fara fyrir sér og ætla greinilega ekki að spila ásunum út strax. Frá TG berast þær fréttir að hluti skákráðs TG sé á leið til Spánar til að skoða leikmenn. Reiknað er með að amk einn spænskur titilhafi gangi til liðs við félagið en hann verði þó ekki með í fyrri hluta keppninnar. Aðrar heimildir Tígrísdýranna segja hins vegar að hann verði notaður. Þessar fréttir hafa þó ekki fengist staðfestar. Það eina sem virðist vera ljóst er að flestir titilhafar í 2 deild koma frá TV.

18.09
.2003.
Í bréfi sem Sverrir Unna
rsson, liðstjóri TV sendi liðstjórum liðanna í Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar fyrir stuttu kemur fram að hann mun ekki verða liðstjóri TV í Bikarkeppninni einu og sönnu (leiðrétting til skákþáttar DV!). Ástæðan sem hann gaf upp er enn meiri áhersla TV manna á íþróttasálfræðihernað þeirra fyrir komandi keppni í 2 deild. Það er þess vegna ljóst að álagið er farið að segja til sín hjá TV mönnum enda mikil pressa á þeim að vinna keppnina. Enda með 3 útlendinga og IM Sævar Bjarnason á 5 borði svo liðið er feykilega sterkt. Væntanlega dettur þar með hinn háaldraði Einar Einarsson (ekki hinn eini sanni leikmaður Stjörnunnar) úr liðinu enda ljóst að hálfsextugur maðurinn gæti átt erfitt með að halda hina hörðu og ströngu keppni út.

18.09.2003.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum tígrísdýranna var h
luti skákráðs TG á Ísafirði í gær. Tígrísdýrin hafa grun um að TG hafi verið að skoða leikmenn þar en engin staðfesting frá TG hefur borist á því.

18.09.2003.

Á morgun mætir b lið TG KR a í Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar á heimavelli sínum í Garðabæ. Reina má með mjög spennandi leik en ekkert annað en sigur kemur til greina. Fastlega má búast við því að KR verði einir af helstu andstæðingum okkar ástkæra félags í 4 deild. Aðeins 1500 kr kostar inn á leikinn og er ráðlegt að mæta snemma til a
ð forðast biðraðir.

13.09.2003.
Unglingaæfingar TG sem og kvennastarfið hefst í næstu viku. Einnig h
efst í þessum mánuði símenntunarnámskeið sem er hluti af samstarfi FG og TG. En stærsti heimavöllur er einmitt í FG og tekur 800 áhorfendur. Já, það er nóg að gera hjá okkar stórkostlega félagi. Stigamótið er á fullu og hefur komið vel út. Ljóst er að leikmenn TG koma í enn betri æfingu en áður í DK. Einnig hafa TV menn greinilega ruglast á stöðu mála í skákíþróttinni fyrst þeir hættu við að senda njósnara sinn, Einar Einarsson í mótið!

11.009.2003.
Komið hefur í ljós að fundargerð SÍ varðandi deildarkeppnina varð tilefni misskilnings. Hrókurinn hefur ekki dregið b og c lið sitt út úr 1 og 2 deild. Þe
ss vegna er ljóst að 2 deild 2003-2004 verður skipuð eins og til stóð á. TV menn eru því áfram í 2 deild og ljóst að lundarnir eru mesta hindrunin á vegi þess sem aðdáendur skákarinnar á Íslandi vonar, það er að TG vinni sér sæti í fyrstu deild.

11.09.2003
.
Búið er að draga í forkep
pni og 16 liða úrslit Bikarkeppni Taflfélags Garðabæjar. TG b fær KR a í forkeppninni. Mjög mikil breidd er hjá okkat ástkæra félagi og meta tígrísdýrin möguleikana jafna á að b liðið komist áfra. A liðið keppir á útivelli gegn Skákfélagi Reykjanesbæjar b og ljóst að krafa er gerð um öruggan sigur eftir háðulega útreið í Hraðskákskeppni taflfélaga. Bikarkeppnin er næst stærsta keppni ársins hjá taflfélögum í landinu og mikilvægt er fyrir TG að ná sem bestum árangri en 8 liða úrslitum verður lokið þegar deildarkeppnin hefst svo þetta er góð æfing.

0
8.09.2003.
Stigamót TG er nú í fullum gangi og hefur bæði reynst vera hin besta skemmtun og mjög góð æfing fyrir DK. Ekki er ótrúlegt að þetta mót festist í sessi. Tígrísýrin fagna þessari fínu  æfingu og hlakka til að sjá uppáhaldsfélagið sitt í DK. Einnig er gaman að sjá félag eins og TG sem þarf ekki að láta önnur félög leita að leikmönnum fyri
r sig eins og ákveðið félag hefur stundað undarfarnar vikur.

08.09.2003.
Eftir að Hrókurinn hefur dregið b og c lið sitt úr 1 og 2 deild er ljóst að TV mun keppa í 1 deild á n
æsta keppnistímabili. Tígrísdýrin óska lundunum til hamingju og spá þeim 5 sæti. Ekki liggur fyrir hvort lið sem endar í 3 sæti 3 og 4 deildar fara upp eða þau lið sem féllu. Ljóst er þó að sjalfsögðu að liðin í 2 sæti fra upp. Þetta gæti þýtt að b liðið TG verði í 3 deild á næsta ári.

03.09
.2003.
TG hefur ráðið
Skarphéðinn Gunnarsson sem þjálfara fyrir yngri flokkanna með Sigurði Daða. En Skarphéðinn vann frábært starf  fyrir félagið í Flataskóla á síðasta keppnistímabili.

03.09.2003.
Nú er orðið ljóst að hin nýja dagsetning DK hefur veikt möguleika TG verulega. Bæði í 2 og 4 deild. SM Ian Rogers er þjálfari ástralska unglingalandsliðsins sem verður á HM ungmenna á sama tíma. Þess veg
na er ljóst að hvorki Ian né Cathy Rogers munu keppa með okkur. Einnig er ljóst að 2-3 íslendingar eru úr leik vegna þessarar tímasetningar. Þetta er klárlega mikið áfall fyrir hina fjölmörgu aðdáendur TG út um allan heim og eykur enn frekar líkurnar á því að TV fari upp í fyrstu deild. Enda sáu TVmenn ástæðu til þess að draga Einar Einarsson út úr Stigamóti TG enda engin þörf lengur á að láta hann njósna fyrir sig. Menn eru samt að velta fyrir sér hvers vegna svo grunsamlega hljótt er í kringum lið Bolvíkinga. Reikna menn með því að þeir séu að styrjkja lið sitt en þeir mistu Björn F. Björnsson yfir til Hellis.

30.08.2003.
Nú styttist óðum í fyrstu umferð deildarkeppninnar. Á þessari síðu verðu
r fjallað um keppnina í 2 deild með mun ýtarlegri hætti en verið hefur á öðrum síðum. Sérgrein verður um hvert lið og möguleikum þeirra metnir. Einnig styrkleiki og veikleiki liðanna. Sérstakir sérfræðingar úr nokkrum félögum munu spá í úrslit deildarinnar. Þó verður væntanlega  ekki sérstök umfjöllun um Helli c né Hrókinn c enda skiptir ekki máli hvar þau lenda hvar toppbaráttuna varðar þar sem þau geta ekki farið upp. Einnig verður reynt að meta 4 deildina þó það sé erfiðara að mörgu leyti vegna þess að þar koma oft  inn lið á síðustu stundu sem að geta haft mikil áhrif. Fyrsta umfjöllunin verður væntanlega öðrum hvorum megin við næstu helgi.

25.08.20
03.
Haraldur Baldursson formaður TK kom sterkur inn í kvöld með þá yfirlýsingu að TK ætti létt verk fyrir höndum í 2 deildinni í vetur. Þau ummæli TV manna að keppnin í vetur væri formsatriði fyrir TV væri röng þar sem að TK væri hreinlega með yfirburðarlið í deildinni! Það er ljóst að hörð sálfræðirimma er framundan í þeirri deild sem mesta athygli vekur í deildarkeppninni 2003-2004. Hti er að færast í leikinn en þögn Bolvíkinga sem menn reikna með í sæti 2-4 vekur athygli. Greinilegt er að yfir Höfðinginn, Halldór Grétar Einarsson hefur mikla stjórn á sínum mönnum. TG virðist hins vegar vera eina liðið sem ætlar sér að láta verkin tala og  leyfa öðrum liðum að berja
st í sálfræðibaráttunni.

25.08.2003.
2 starfsmenn TG taka nú þátt
í landsliðsflokknum. Þau Sigurður Daði Sigfússon og Anna Björg Þorgrímsdóttir. Það vakti athygli í 2 umf að Anna Björg mætti vopnuð prjónum í skák sinni gegn Lilju. Ástæðan var ekki árásargirni heldur voru prjónarnir gjöf frá TG.

22.08.2003.
Stigamót TG er í mikilli vinnslu þessa dagana. Mótið hefur bæði þann tilgang að fjölga FIDEstigamönnnum í félaginu auk þess að vera góð æfing fyrir átökin í deildarkeppninni. Heyrst hefur af því að TV hafi óskað eftir því að senda njósnara sinn í mótið dulbúinn sem keppenda. Ljóst er þó að mótið
verður mjög skemmtilegt.

22.08.2003.
TG hefur ákveðið að bæta enn í unglingastarf félagsins enda stefna félagsins að byggja markvisst upp til langs tíma. Stór skref voru stigin í þessa átt í kvöld þegar gengið var frá ráðningu þjálfara fyrir veturinn. Fyrir u
nglingastarfið var ráðinn Sigurður Daði Sigfússon sem er einn af fimm bestu unglingaþjálfurum landsins. Væntanlega verður einn þjálfari til viðbótar ráðinn um helgina fyrir unglingastarf félagsins. Stúlknaþjálfarar félagsins verða Margrét Huld Guðmundsdóttir og hin margreynda landsliðskona Anna Björg Þorgrímsdóttir. Þær stöllur verða einnig þjálfarar mfl kvenna. Þjálfarar mfl karla eru Lanka og Hall. TG hefur einnig ákveðið að stefna að því að efnilegustu unglingar félagsins taki þátt í mjög góðri skákhátíð í Frakklandi annað hvert ár. Hugmyndir eru uppi um að halda alþjóðlegt unglingamót hitt árið.
SG, dótturfélag TG er einnig að huga að þjálfunarráðningum fyrir unglingastarfið þessar vikurnar. Jafnvel er hugsanlegt að um frekari landvinninga félagsins verði að ræða samkvæmt
heimildum Tígrísdýranna.

18.08.2003.
Næs
tfjölmennasta skemmtikvöld í sögu TG fór fram í kvöld. Mótið var þá nýtt um leið í undirbúning fyrir deildarkeppnina og ýmis brögð fyrir leikina gegn TK, TV, Bolungarvík og TA æfð. Skemmtikvöldið var í boði Tígrísdýranna.

18.08.20
03.
Samkvæmt heimi
ldum frá Einari Einarssyni (TVmanni. Ekki hinn eini og sanni Stjörnumaður) á umræðuhorni skákmanna, er Sverrir Unnarsson hugsuðirinn á bak við íþróttasálfræði TV manna fyrir deildarkeppnina. Þar fer snjalla íþróttasálfræðingur og ljóst að TV menn tjalda öllu fram fyrir keppnina. Tígrísdýrin munu taka viðtal við Einar Einarsson TV mann í september þegar fjallað verður um hvert og eitt lið í 2 deild og jafnvel fleiri deildum. En athygli manna fyrir deildarkeppnina snýst fyrst og fremst um 2 og 4 deild í ár.

17.08.2003.
Fyrsta
skemmtikvöld Tígrísdýranna verður næstkomandi mánudag á heimavelli félagsins. Það hefst klukkan 19.30 og eru allir velkomnir.

16.08
.2003.
Svanberg Már Pálsson úr TG hefur verið valinn sem fulltrúi Íslands á HM ungmenna. Fulltrúar Íslands koma frá TG, TR, TV og Helli. Svanberg hóf æfingar á sama tíma og TG endurskipulagði starfið svo  hann er sá  sem hefur farið í gegn um flest stig félagsins hvað sív
axandi æfingarferli varðar.

15.08.2003.
TG hefur sem stendur 4 þjálfara í félaginu en samkvæmt heimildum Tígrísdýranna mun verða gengið frá ráðningu 1-2 til viðbótar fyrir unglingastarf félagsins. Eftir það er ljóst að félagið er
vel sett hvað þetta varðar.

15.08.2003.
TVmenn fara mikinn eins og áður í sálfræðibaráttu félagsins fyrir deildarkeppnina. Þeir hafa farið þá leið að beita háöldruðum mönnum í henni eins og td Einar Einarsson. Eins og mönnum grunaði er nokkuð ljóst að þeir mæta til leiks með 2-3 útlendingar. Slíkt gerir það að verkum að TG mun samkvæmt heimildum Tígrísdýranna enduskoða sínar áætlanir varðandi þá leikmenn sem f
élagið mun nota í keppninni.

13.08.2
033.
TG hefur
sent stjórn SÍ formlegt bréf með ósk um að þau mistök sem greinilega urðu í tímasetningu DK verði leiðrétt. Ástæðan er sú að núverandi dagsetning rekst á HM ungmenna. Það er von bæði TG og Tígrísdýranna að stjórn SÍ leiðrétti þessi mistök sem greinilega urðu og verði menn að meiri fyrir vikið.

13.08.2003.
TV hefur fengið til liðs við sig sterkan SM. Fastlega er reiknað með því að þeir fái 3-4 útlendinga til viðbótar en losi sig við einn. Eftir hroðalega útreið TG gegn Reykjanesbæ í Hrakskákskeppni taflfélaga er ljóst að á brattan er að sækja fyrir TG í 2 deild. Ítarleg umfjöllun um 2 deild verð
ur hér þegar nær dregur móti.

12.08.2003.
Taflfélag Garðabæjar,
Taflfélag Vestmannaeyja og ÍT ferðir verða með alþjóðlegt ferðamannamót 30 apríl - 2 maí 2004. Hér er um nýung að ræða í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi og er ætlun þessara aðila að gefa sér 2-3 ár í að byggja þetta mót upp.

12.0
8.2003.
Tigrisdyrin verða með
skemmtikvöld mánudaginn 18.08. Fyrirlesari kemur erlendis frá. Dagskráin hefst kl.20.00. Eftir fyrirlesturinn verður svo létt taflfmennska. Öllum er heimil þátttaka og þennan fyrsta viðburð Tigrísdýranna.

11.08.2003.
Í kvöld vann S.Reykjanesb
æjar TG með 37 1/2 - 34 1/2 í hraðskákskeppni taflfélaga. Þó að töluvert hafi vantað í lið TG í þessum leik eru þessi úrslit með öllu óviðunandi. Segja má að flestir leikmanna TG geti betur og ljóst er að þessi úrslit eru þörf viðvörun varðandi deildarkeppnina. Þó að áhersla félagsins sé öll á deildarkeppnina í ár hefði þetta mót verið góður undirbúningur fyrir þá keppni og slæmt að nýta hann ekki betur. Heimavöllurinn skilaði sér vel í kvöld fyrir S.Reykjanesbæ en mikil rigning var meðan á leik stóð. TG byrjaði þó betur og komst í 20 - 16 en eftir það gekk ekkert upp. Nú verða menn að þjappa sér saman og leggja alla krafta í deildarkeppnina.

11.08.2003.
TG hefur ákveðið að skora á stjórn SÍ að færa dagsetningu deildarkeppnina til þess að mó
tið rekist ekki á HM ungmenna.

10.08.
2003.
Tígrísdýrin sem og TG
óskar Dr. Kristjáni Guðmundssyni til hamingju með 50 ára afmælið í vikunni. Hann hefur veirð einn lykilmanna TG í mörg ár og vonast Tígrísdýrin eftir því að njóta krafta hans í 50 ár til viðbótar.

10.08.2003.
Stjórn SÍ tók þá ákvörðun að breyta mótaáætlun sinni varðandi tímasetningu á
stærsta móti skákíþróttarinnar, deildarkeppninni fyrir fáum dögum vegna EU félagsliða.. Tígrísdýrin harma mjög þessa ákvörðun stjórnar SÍ.
Vegna hennar er ljóst að  ekkert að marka þær dagsetningar sem settar eru á vegum mótanefnda sambandsins. Ítrekaðar breytingar voru á helstu mótum sambandsins á liðnum árum. Í fyrra tók stjórn SÍ það mikla framfaraspor að festa dagsetningar á deildarkeppninni eða Íslandsmóti taflfélaga eins og það heitir í reglum sambandsins. Í trausti þess hafa félög unnið fram í tímann eins og eðlilegt er. TG hefur td unnið nú í nokkra mánuði innanlands og uta
n  að tveimur alþjóðlegum mótum í október 2004 þar sem slíkt átti að vera hægt vegna fastákveðinnar tímasetningar SÍ. Eftir þessa ákvörðun er ljóst að félagið verður að hætta við þessi mót því algjört öryggi verður að ríkja varðandi tímasetnngar mótanna.. Hugsanlegt er þó að hægt verði að færa annað þeirra til en það þykir þó ólíklegt þar sem mjög margir stórir og mikilvægir alþjóðlegir viðburðir eru á næsta ári eins og allir vita.
Í EU félagsliða er keppt eftir hinum furðulegu reglum sem gilda í félagsskiptamálum skákíþróttarinnar. Með þvi fellur það markmið mótsins að finna sterkasta félagslið Evrópu uim sjálft sig. Mótið er hins vegar ágætt sem slíkt en ekki á því stigi að hægt sé að réttlæta þessa ákvörðun SÍ með því. Skoðum til dæmis mótið 2001-2003 varðandi hlið íslenska skákfélaga. 2001 var mótið að mestu leyti skemmtiferð hjá stórum hópi. Um það vitna mörg ummæli þeirra sem fóru í ferðina sem og pistlar frá mótinu. Sem betur fer tóku menn mótið alvarlega í fyrra og vonandi að menn fari í þetta mót á réttum forsendum í framtíðinni. En hvernig er staðan í ár. 3 félög eiga rétt til þátttöku. Hrókurinn, sjálfir Íslandsmeistararnir fara ekki. TR hefur líklega hætt við þáttöku vegna kostnaðar. Ekki mikill áhugi þar á bæ því ef menn hefðu raunverulegan áhuga er kostnaður við mótið ekki það mikill að það hefði stoppað menn af. Rétt er þó að hafa í huga að mótshaldara hafa pressað verðið upp. En hámarkskostnaður við mótið virðist vera 100.000 krónur sem er mjög svipaður og í mörgum keppnisferðum. Og mótstíminn er stuttur. Hellir hyggst senda karla- og kvennasveit. Það er vissulega mjög gott mál ef kvennasveit fer á mótið en Tígrísdýrin hafa ákveðnar efasemdir um að það takist. Ekki er heldur mikill áhuga hjá karlasveit Hellis því í besta falli virðsit það vera b lið félagsins sem fer. Ef félagið hefði ákveðið að senda framtíðarlið félagsins hefði slíkt verið mjög gott mál en ekki erum slíkt er ekki að ræða. Sem sagt. Þeir virðast eins og TRingar í mestu vandræðum með að manna liðið. Er hægt að réttlæta breytingar á dagsetningum deildarkeppninnar með þessar upplýsingar
í huga?
Til að kóróna vitleysuna setti stjórn SÍ deildar
keppnina beint on í HM ungmenna!
TG, TR, Hellir, TV, SA, Hrókurinn og fleiri félög hafa unnið mikið og markvisst starf undanfarin ár til að rífa upp skák
ina meðan unglinga. Einnig hefur Skákskóli Íslands unnið frábært en vanmetið starf á sama vettvangi í mörg ár. Þetta mikla starf er farið að bera árangur. Mörg efni hafa komið fram og er nauðsynlegt að hlúa að þeim.
HM ungmenna er mót sem að ávallt er tekið alvarlega enda um alvörumót að ræða og mjög þýðingarmikið í íslensku skáklífi.
Fyrir fáum árum setti þáverandi stjórn  SÍ deildarkeppnina on í HM ungmenna með þeim afleiðingum að enginn farastjóri fékkst. Það þýddi að hætta varð við þátttöku í mótinu. Engin ástæða er til að ætla að annað verði upp á tengingnum í dag. Ef menn velja á milli EU félagsliða og HM
ungmenna velja menn HM ungmenna. Þess vegna skora Tígrísdýrin á stjórn SI að breyta að nýju dagsetningu deildarkeppninnar svo deildarkeppnin og HM ungmenna rekist ekki á. Þar sem stjórn SÍ hefur þegar breytt henni einu sinni er ekki mikið mál að breyta henni aftur. Tígrísdýrin stinga upp á að færa deildarkeppnina í nóvember.

10.08.2003.
Aðdáe
ndaklúbbur Hellis, Hellisbúarnir heldur úti furðulegri síðu
þar sem staðreyndir skipta litlu máli. Tígrísdýrin telja rétt að upplýsa þá um tvennt. Fjöldi geitunga í félagsheimili þeirra geta ekki talist með í þegar þeirra telja fjöldann í aðdáendaklúbbi þeirra. Einnig komust hellisbúar fljótt að því á tímum Neanderdalsmanna að tígrísdýr eru ekki hen
tug gælidýr. Þau nefnilega bíta.

10.08.2003.
Svanberg Már Pálsson endaði í 2-3 sæti í móti á vegum Hróksins í Húsdýragarðinum í gær. Hann missti einungis 1/2v í mótinu
. Hann stóð sig frábærlega vel á skákhátíð í Frakklandi í sumar þar sem hann endaði í 2-3 sæti í sínum flokki á sterku móti auk þess að vera í sigurliði Íslands í hraðskáksmótinu. Hann kemur því vel undan sumri og er til alls líklegur í vetur.

07.08.2003.
Eftir því sem Tigrísdýrin komast næst er aðdáendaklúbbur TG þegar orðinn stærsti aðdáendaklúbbur taflfélags á Íslandi. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að klúbburinn var stofnaður fyrir aðeins
4 dögum. Glæsileg frammistaða.

07.08.
2003.
Einn efnilegasti leikmaður Taflfél
ags Húsavíkur, Orri Freyr Oddson hefur gengið til liðs við TG. Tigrísdýrin bjóða hann velkominn í félagið og vona að hann muni blómstra í félaginu.

07.08.2003.
Það hefur vakið sérstaka at
hygli Tígrísdýranna hve óánægður Sigurbjörn Björnsson virðist vera í Helli. Í fyrra lýsti hann á Gjallarhorninu yfir miklum áhuga á að ganga til liðs við TG. Sem var vissulega hið besta mál. Í dag lýsti hann því hins vegar yfir á Gjallarhorninu að hann vildi ganga til liðs við Taflfélag Fáskrúðsfjarðar. Það verður spennandi að sjá hvort hann skiptir aftur um skoðun. Reyndar spá Tígrísdýrin 2-3 stórum skiptum fyrir lokun leikmannamarkaðarins.

07.08.2
003.
Slagurinn um Snorra Bergsson leikmanns Hellis hefur harnað mjög. 5 félög keppa um starfskrafta hans. Meðal ananrs hefur eitt þeirra boðið honum ritstjórastól sinn samkvæmt upplý
singum á alþjóðlega skákþjóninum ICC. Vonast er eftir ákvörðun hans innan tveggja vikna.

07.08.2003.
SR - TG munu mætast næstkomandi sunnudag í Hraðskákskeppni taflfélaga. Félögin eru ósigruð í keppninni. Þrátt fyrir það heldur aðeins annað þeirar áfram eftir leikinn á sunnudag. SR hefur ekki fengið nýja leikmenn til liðs við sig og ekki heldur misst neinn. Þeir voru spútnikmenn síðasta tímabils í 2 deild. Breiddin í félaginu hefur aukist mikið sem hefur óneitanlega létt álaginu mikið á kanónunum þremur. Þetta verður því mjög erfiður leikur og vissulega verða möguleikar SR að teljast betri. En tígrarnir bíta
og munu gefa sig alla í þetta.

03.08.2003.
Þetta er
heimasíða nýstofnaðs aðdáendaklúbbs Taflfélags Garðabæjar. Hann ber nafnið Tígrísdýrin í höfuðið á mfl Taflfélags Garðabæjar. Það er löngu kominn tími á að stofnaður sé aðdáendaklúbbur í kringum um þetta vinsæla og frábæra félag.
Á þessari síðu verða fréttir af félaginu, fjallað um einstaka viðburði og hvað eina sem tengist félaginu. Hlutverk klúbbsins er að styðja við bakið á félaginu og einnig verða ýmsir viðburðir á léttu nótunum. Frítt árgjald verður í klúbbinn til að byrja með amk. Best er að skrá sig í
klúbbinn með því að senda rafpóst á tigrisdyrin@yahoo.com Allir geta skráð sig í klúbbinn óháð því í hvaða félagi þeir eru. Enda hlýtur það að vera draumur hvers manns að tengjast með einhverjum hætti félagi eins og TG.

03.08.2003.
Næstkomandi fimm
tudag eða sunnudag mun TG keppa gegn S.Reykjanesbæjar í Hraðskákskeppni taflfélaga sem Hellir sér um. Hér er um stórleik fyrstu umferðar að ræða. Leikurinn fer fram hjá þeim og ljóst að erfið viðureign er framundan. TG verður án nokkurra lykilmanna en Reyknesingar hafa harðsnúið lið hraðskáksmanna. Það er þó ljóst að TG þarf að vinna þennan leik. Bæði keppninnar vegna sem og félagsins.
Tígrísdýrin gera þær kröfur til þeirra leikmanna sem að fá þann heiður að keppa í þessum leik fyrir hönd félagsins að þeir vinni leikinn. Það efast enginn um að leikmenn TG leggja sig alla fram þegar þeir keppa undir merki okkar ástkæra félags. En í þessum leik þurfa menn þetta auka og á því munu úrslit þe
ssa leiks ráðast. Hópferð verður frá Garðabergi kl. 19.10. Mætum vel og tímalega og í bláu.

03.08.2003.
Við höfum heimildir fyrir því að Taflfélag Garðabæjar fylgist náið með leikmannamarkaðnum. TG hefur byggt upp innan frá með góðum árangri undanfarin ár en nauðsynlegt er þó að styrkja félagið með 1-2 mönnum fyrir
þetta tímabil. Félagið hefur fengið Jón Hálfdánarson til við sig. Þar er sterkur leikmaður kominn en hann hefur farið yfir 2500 stig á Íslensku stigunum. Hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarinn ár og þekkir vel til hjá okkur enda stóð hann sig mjög vel hjá okkur í 1 deildinni á sínum tíma.
Tígrísdýrin hafa heimildir fyrir
því að TG hefur verið í viðræðum við Snorra Bergsson úr Helli undanfarnar 4-7 vikur. En Snorri er einn virkasti skákmaður Hellis. Enn sem komið er hefur hann ekki viljað skrifa undir skipti. Það eru Tígrísdýrunum mikil vonbrigði að Snorri skuli ekki vilja ganga til liðs við félag sem metur hæfileika hans og virkni að verðleikum heldur haldi sig við Helli sem hefur gjarnan raðað og valið í lið eftir stigum en ekki raungetu. Tígrísdýrin vonast þó eftir því að hann sjá að sér og velji það sem er best fyrir hann.
Tígrísdýrin hafa einnig heimildir fyrir því að TG hafi r
ætt óformlega við formann Hellisbúa, Helga Áss Grétarsson um möguleikann á því að leigja Snorra. Hann mun hafa neitað þeim möguleika.
Samkvæmt heimildum Tígrísdýranna mun TG ekki fá annan innlendan leikmann ef Snorra snýst ekki hugur.
Einnig hafa Tígrísdýrin heimildir fyrir því að TG standi í viðræðum við sterkann erlendan landsliðsmann. Ekki hefur síðu
nni tekist að fá nafn hans uppgefið.

03.08.2003.
Mikil barátta er framundan í 2 og 4 deild í vetur. Keppinautar TG eru greinilega orðnir mjög
stressaðir og hefur sálfræðihernaður T. Vestmannaeyja vakið sérstaka athygli.  Spurningin er sú hvernig Vestmannaeyingum gengur að þola þá pressu sem þeir settu á sig með ummælum Einars K. Einarssonar á skákhorninu fyrir stuttu síðan. En hann fullyrti að TV myndi vinna alla sína leiki með 5-1 eða 6-0. Sérstaka athygli vakti fullyrðing hans um 6 - 0 sigur TV á TG. Tígrísdýrin eru að sjálfsögðu ekki á þessari skoðun og telja að TV menn verði að hafa mikið fyrir hlutunum þó vissulega séu þeir sigurstranglegastir.
Svanberg Már Pálsson er einn þriggja núverandi Íslandsmeistara TG
Frá fjöltefli franska kvennalandsliðsins og félagsmanna í TG í Flataskóla. En 250 manns fylgdust með því. Þar af tóku 150 þátt en vísa þurfti mörgum frá.