14.júní
Halló allir! Ég er hér enn, still going strong.  Alveg ótrúlegt hvað það líður alltaf orðið langur tími á milli uppfærslna.  En svona er þetta bara þegar maður er að stækka og vaka meira þá er bara ekki alltaf tími...
Svo er náttúrlega mamma mín svo busy við alls konar hluti..
.meira í dagbókinni

Nýjustu myndirnar hérna - ég er orðin þriggja mánaða!!!
Dagbókin
Tilbaka á forsíðu
Dagbók
Myndir
Tenglar
Fjölskyldan
Video frá Goðheimum
Sendu okkur póst
Forsíða
Eldri fréttir - 1
Eldri fréttir
Eldri fréttir - 2
Eldri fréttir - 3
2.júní
Jahérnahér - það er aldeilis að foreldrar mínir eru uppteknir af mér...heimasíðan ekki uppfærð í margar vikur.  Þau eru (þó aðalega mamma) með agalegt samviskubit yfir þessari leti og lofa því að þetta komi ekki fyrir aftur.
Nema hvað, frá því síðast er margt og mikið búið að gerast. Ég "tala" og "tala" og hef mjög gaman af.  Þegar ég er ekki að tala þá er ég brosandi út að eyrum og þegar ég er ekki að brosa eða tala þá er ég annað hvort sofandi eða borðandi.  Þetta hljómar eins og það sé ekki svo mikið að gerast hjá mér en það er ekki svo!
Ekki má gleyma að ég er náttúrlega á fullu í sundinu, fer tvisvar í viku að láta kaffæra mér...og finnst það bara alveg stórfínt.  Fór síðast í dag í sund og fór alveg á bólakaf.....tvisvar....og er svoldið mikið þreytt núna eftir allt þetta sull. Það verður þó að fylgja sögunni að ég er mjög sátt í sundinu og græt eiginlega bara ekki neitt þó að ég megi það alveg þar sem ég er með þeim yngstu í hópnum.  Svo eru ég og mamma byrjaðar í jóga, ég er aðallega að horfa á og hlæja að þessum kellingum.
En nóg um það. 
Hér eru myndir af sundgarpinum og hér eru nýjar myndir af mér þar sem ég er að gera allt aðra hluti en að synda.
14.júní
Halló allir! Ég er hér enn, still going strong.  Alveg ótrúlegt hvað það líður alltaf orðið langur tími á milli uppfærslna.  En svona er þetta bara þegar maður er að stækka og vaka meira þá er bara ekki alltaf tími...
Svo er náttúrlega mamma mín svo busy við alls konar hluti, eins og ég sagði ykkur síðast þá erum við tvisvar í viku í "mömmujóga" það er fínt, ég er alltaf í fínu stuði og þó sérstaklega á föstudögum en þá er farið á kaffihús eftir allt streðið.  Sundnámskeiðið er búið, ég er útskrifuð af námskeiði nr. 1, stóð mig að sjálfsögðu eins og hetja og stefni á framhaldsnámskeið í lok ágúst þegar Mína sundkennari er komin úr fríi.  Þangað til þá ætla mamma og pabbi að fara með mig nokkrum sinnum í sund til að halda því við sem ég var byrjuð að gera...svaka stuð.  Svo er sumarið komið, ég sat aðeins úti áðan þegar mamma var að róta í beðunum í garðinum.  Nokkuð var farið að bera á samviskubiti hjá foreldrum mínum þar sem gaurinn sem býr fyrir ofan okkur er svakalega duglegur í garðinum og er þar öllum stundum!!!  Skipulagið fór aðeins út skorðum þegar ég vaknaði fyrr en mamma ætlaði...maður stjórnar þessu "náttlega" sjálfur.  En þegar ég var ekki alveg að fíla að stara á mömmu í moldinni tók pabbi mig inn og lék við mig...það var sko miklu skemmtilegra - talandi um hver ræður á þessu heimili!!
Síðustu dagar hafa verið busy eins og venjulega, í gær fór ég í göngutúr með mömmu, Sigrúnu Grétu og stelpunni hennar sem er tveggja mánaða. Við kíktum í Baby Sam og þar fer mamma mín aldrei inn nema að kaupa eitthvað, í gær voru það smekkir handa mér. Ég gubba og slefa til skiptis þannig að nú er smekkurinn framan á mér öllum stundum...gaman gaman.  Í gærkvöldi var ég svo skilin eftir hjá pabba mínum því mamma fór á 15 ára reunion úr Réttó sem haldið var í Víkinni.  Reyndar byrjaði hópurinn á að hittast í Réttó þar sem bekkjarmyndirnar voru skoðaðar - Ó my God!!! Mamma var náttúrlega hallærislegust...að hennar sögn, en hún var í peysu sem á stóð - TEDDY BEAR. Ef það segir ekki alla söguna um þetta tímabil þá veit ég ekki hvað...gaman verður að vita hvernig tískan verður þegar ég verð 16 ára.  Svo hélt "gleðin" áfram á gamla heimavelli mömmu, Víkinni þar voru gamlir tímar rifjaðir upp, vinsælasta spurningin var vafalaust - "og hvað ert þú að gera í dag".  Á meðan þessu öllu stóð vildi ég lítið sofa...endaði þó með að ég varð að gefast upp um hálftólf leytið en þá kom mamma heim í annað skiptið um kvöldið og fyllti mig af mjólk að hætti hússins.  Kom sér vel að partýið var haldið í nágrenninu. 
Annars var mamma mín óvenjulega mikið á farandsfæti síðustu viku, á miðvikudaginn fór hún á fótboltaæfingu hjá Golden Girls í KR, ég var eins og ljós á meðan enda er pabbi með alls konar trix upp í erminni þegar ég þykist ætla að verða pirruð og svöng. Svo á fimmtudagskvöldið fór mamma að hitta "Auðarkonur", sem sagt pabbi er búin að vera aðalvinur minn þessi síðustu kvöld. Reyndar hef ég séð óvenjulega mikið að honum síðustu daga þar sem hann er búin að vera veikur alla vikuna, en sem betur fer (fyrir hann) er hann allur að koma til.
Gleymdi að segja ykkur frá heimsókninni sem ég fékk á miðvikudaginn, það var nefninlega þannig að Auður vinkona hennar mömmu var óvænt á landinu og að því tilefni kom hún og stelpan hennar Saga, Hulda og strákarnir hennar tveir, Darri og Jakob og Heiða í heimsókn.   Það mun verða langt þangað til þetta mun takast á ný þar sem allar þessar vinkonur hennar mömmu  búa erlendis eða eru á leiðinni. Auður og Guðjón búa í Lux, Heiða og Rúnar á Spáni og Hulda og Aron eru á leið til DK.  En nóg um það.  Er að fatta það um leið og þessar línur eru skrifaðar hvað mikið er búið að gerast á einni viku,  á mánudaginn hittust vinkonur hennar mömmu heima hjá Kötu í hádegismat. Það var eins og alltaf mikið fjör.
Jæja þá held að þetta sé komið nóg í bili. Komin tími á að setja nýjar myndir inn.
Sendið mér endilega kveðju í gestabókina, það má skrifa oftar en einu sinni!!!
Until next time.
Nýjustu myndirnar hérna - ég er orðin þriggja mánaða!!!
24.júní
Halló. Styttist í að pabbi fari í sumarfrí...jibbbííííjejjjjj! Það verður gaman að hafa pabba bara alltaf hjá sér í fimm vikur, þ.e. þegar hann verður ekki í golfi.